Við þurftum lítið að hafa fyrir sigrinum gegn Keflavík b, því liðið úr bítlabænum mætti ekki til leiks. Ef lið mætir ekki til leiks, þá er liðinu sem mætti dæmdur sigur, 20-0.
Þrátt fyrir að þetta hafi góð áhrif á töfluna, þá var þetta engu að síður leiðinlegt, því það var búið að vinna í að byggja upp stemmningu fyrir leikinn og dómarar og leikmenn þurftu að koma víða að. Hér hefðu Keflavíkurmenn mátt sjá sóma sinn í því að láta vita (eða þess vegna að biðja um frestun).
Við látum þetta þó ekkert á okkur fá og mætum klárir í næstu leiki!