25.11.2014

Kormákur sækir Aftureldingu heim nk. laugardag, kl. 15:30

Goggi galvaskiÁ laugardaginn kemur mæta Kormáksmenn í Mosfellsbæinn. Tilefnið er annar leikur tímabilsins, en þá verða liðnar þrjár vikur frá þeim fyrsta, hæfilega langt til þess að gleyma.

Leikjaplan Kormáks hefur verið eilítið á reiki, en skv. frekar áreiðanlegum heimildum sér loks fyrir endann á þeirri sögu, sem Limahl gaulaði eitt sinn garnirnar úr sér yfir.  Hið litla krúttlega úthverfi Reykjavíkur, Mosfellsbær, var fyrst til að svara kallinu og þangað liggur einmitt leið okkar um næstu helgi.

Goggi galvaski og félagar hafa byrjað tímabilið með ágætum og unnu Hrunamenn á útivelli í fyrsta leik með 37 stiga mun, 63-100.  Þeir fengu svo KV í heimsókn tæpri viku eftir leik þeirra við okkur og endaði sá leikur 71-76.

Af Kormáksliðinu er annars að frétta að Raggi skytta er kominn á sjúkralistann.  Einhverjir hafa þó bæst við í hópinn síðan síðast, en félagaskiptaglugganum var einmitt lokað 15. nóvember sl.

12 manna hópur verður svo tilkynntur hér kvöldi fyrir leik, svo stay tuned!

[UPPFÆRT] Hópurinn er kominn, en þar er að finna Valda, Steina, Benjamín, Ingabjörn, Birki Snæ, Svein Óla, Bjössa bróður (hans Jóns), Einar Reynis, Eyjólf Unnars, Viktor, Albert og Gumma bróður (hans Gauja).  Það eru því sex nýir í búning að þessu sinni.

Allir að mæta í Mosfellsbæinn og hvetja!

Leikurinn hefst kl. 15:30, í N1-höllinni í Mosfellsbæ.