Fyrsti heimaleikurinn. Það er barasta komið að því. Á morgun mætum við litla liðinu úr neðra Breiðholti. ÍB kemur í heimsókn á Tangann. Þar er lið sem hefur unnið 3 leiki og tapað einum í deildinni. Þeir unnu bæði liðin sem við höfum mætt, KV og Aftureldingu, sem og Stál-Úlf. Þeir hinsvegar rétt töpuðu fyrir toppliði Reynis frá Sandgerði.
Það er því ljóst að hér er um að ræða nokkuð gott lið, enda körfuboltahefð í Breiðholtinu. Þeir eiga samt eftir að koma norður og sú ferð er ekki fyrirfram gefins.
Liðið er svipað og í síðasta leik, en þó er smá breyting. Björn bróðir og Eyfi Unnars detta út, en í stað þeirra koma inn Mikki úr Kraftsmiðjunni og Hlynur Rikk.
Óstaðfestar fréttir herma að mikil reynsla mæti á bekkinn í formi Mása og Gumma á Ósi. Stemmningin ætti að verða góð í þessum fyrsta heimaleik, áfram Kormákur!