Kormáksliðið fór í heimsókn upp í Kórahverfið í Kópavogi sl. sunnudag, þar sem það mætti liði Stál-Úlfs. Stál-Úlfarnir eru orðnir talsvert sjóaðir eftir nokkuð langa veru í 2. deildinni og því ljóst frá fyrstu mínútu að þarna væri alvöru lið á ferð. Þeir lögðu ÍA b naumlega í sínum fyrsta leik, 68-67.
Fyrsti leikhlutinn fór ekki nógu vel af stað og komust gestgjafarnir í 5-0. Þá náði Gummi að setja stökkskot eftir fína sendingu frá Birki. Þeir svara um hæl og komast í 7-2. Þá kemur fínn kafli hjá okkur og góðar körfur frá Benjamín og And1 frá Gumma og við náum að jafna. Við stöndum vaktina í vörninni og Úlfarnir eiga erfitt með að komast í gegn. Þeir fara helst þá á vítalínuna (taka 9 vítaskot í 1. leikhluta) og við ekki að gefa þeim neinar auðveldar körfur. Leikhlutinn endar 10-9 fyrir þá, eftir körfu frá Einari Reynis.
Í öðrum leikhluta byrja liðin á því að skiptast á körfum og liðin eru jöfn í stöðunni 13-13. Þá ná Stál-Úlfarnir smá runni, en Benjamín fær m.a. óíþróttamannslega villu fyrir að fara með hönd í andlit andstæðings (bæði lið höfðu fengið aðvörun stuttu áður, en Sveinn Óli hafði fengið mun duglegri snertingu fyrr í leiknum). Ekkert viljaverk þarna á ferð og í raun lítil ef einhver snerting. Við tökum leikhlé í stöðunni 20-13, eftir að hafa fengið á okkur sjö stig í röð. Við náum þó ekki að svara þeim að neinu viti í leikhlutanum og þrátt fyrir tvær körfur frá Danna og nokkur vítaskot frá Birki, þá ná heimamenn tveikur góðum köflum og klára leikhlutann sterkt, staðan 33-20 í hálfleik.
Þriðji leikhluti fer svipað af stað og 2. leikhluti endaði, var algjörlega eign heimamanna. Þeir skora 10 fyrstu stigin (þ.m.t. tvo þrista) og staðan alls ekki nógu góð fyrir okkur. Við náum svo að minnka muninn í 45-26, en þá hefst annar kafli hjá heimamönnum þar sem hvorki gengur né rekur hjá okkur, en þeir setja m.a. þrjá þrista. Staðan 58-31 eftir þrjá leikhluta og leikurinn í raun búinn.
Heimamenn slökuðu aðeins á klónni í fjórða leikhluta og leyfðu minni spámönnum að spila. Fyrir vikið náðum við að vinna þennan síðasta leikhluta, 15-9 og laga stöðuna í leiknum örlítið. Engu að síður 21 stigs tap og lokatölur 67-46.
Gott:
- Það mátti eiginlega aldrei greina baráttuleysi í liðinu, menn voru að reyna og berjast og það er mjög jákvætt.
- Við vorum í flestum tilfellum að taka opnu skotin, þótt við værum ekki að hitta þeim.
- Náðum 18 sóknarfráköstum, sem sum hver skiluðu körfum.
- Erum að hitta nokkuð yfir meðallagi úr vítum, þó alltaf megi gera betur þar.
Slæmt:
- Engin ógn fyrir utan, vorum 0-16 fyrir utan þriggja stiga línuna. Það er eitthvað sem við verðum að laga til að ná að opna teiginn betur.
- Of langir kaflar þar sem við vorum að spila með undersized lið gegn mjög hávöxnu liði Stál-Úlfana, en náðum ekki að keyra í bakið á þeim.
- Fyrir vikið áttum við erfitt uppdráttar í fráköstunum.
- Vorum með 28 tapaða bolta, það þarf að vanda sendingarnar betur og leikmenn þurfa að fylgjast betur með manninum sem er með boltann hverju sinni, því margir þessara bolta komu vegna þess að menn hreinlega bjuggust ekki við sendingu.
Allur leikurinn:
Skoða tölfræði úr leik
Leiðtogar leiksins
- 10
- 23,1%
- 44,4%
- 1
|
- 10
- 6
- 7
- 1
|