11.2.2016

Sigur í háspennuleik gegn ÍBV á Tanganum - 70-67

Maður leiksins gegn ÍBVKormákur og ÍBV mættust í Íþróttamiðstöð Húnaþings 24. janúar í miklum háspennuleik, sem endaði með sigri Kormáksmanna, 70-67.

Fyrsti leikhluti byrjaði ekki nógu vel hjá okkur, en Eyjamenn komust í 0-6, áður en G. Hólmar setti fyrstu stig liðsins af harðfylgi (sem hurfu svo af töflunni fyrir einhvern klaufaskap á ritaraborðinu). ÍBV hélt áfram að setja á okkur, en erfiðlega gekk hjá okkur að skora. Tveir þristar frá Benjamín kom okkur aðeins nær þeim, en staðan þó 11-20 í lok fjórðungsins.

ÍBV settu fyrstu körfuna í öðrum leikhluta, en þá kom 6-0 kafli hjá okkur og staðan 17-22. Liðin voru ekki að hitta vel í fjórðungnum, sem sést best á 11 sóknarfráköstum og 11 varnarfráköstum okkar í leikhlutanum. Liðin skiptust á að skora út leikhlutann og staðan í hálfleik 24-30.

Þriðji leikhluti var eign Kormáksmanna, en Hlynur Rikk skoraði 11 af 17 stigum sínum í fjórðungnum. Kormákur skoraði 4 stigum meira í 3ja leikhluta en í öllum fyrri hálfleik og setti 28 stig gegn 16 stigum ÍBV. Staðan eftir 3 leikhluta 52-46.

Við héldum áfram að auka forskotið í fjórða leikhluta og góður kafli hjá Gumma Lofts, hvar hann skoraði fyrstu fimm körfur liðsins í fjórðungnum og þar af 3 í röð. Forskot okkar komið í 11 stig, 62-51. Við lendum í smá vanda á vítalínunni, en við samt með ágætis forystu. Tveir þristar frá gestunum kom okkur í opna skjöldu og skyndilega bara 4 stiga munur. Hlynur Rikk fer á línuna og setur bæði vítin, en við fáum þrist í andlitið strax og aðeins þriggja stiga munur á liðunum. Við vorum þó með boltann, en köstum honum frá okkur og ÍBV fær einn lokaséns af löngu færi, sem rétt geigar. Lokastaðan því 70-67 í bráðskemmtilegum leik.

Milli 3. og 4. leikhluta brá aðdáendasíðan á leik ásamt Meistaraflokki Kormáks í körfubolta og dreginn var út einn vinningshafi úr góðum fjölda áhorfenda. Sigurvegarinn hlaut 1 miða á Þorrablót Umf. Kormáks.

Þrátt fyrir smá vandræði í fyrri hálfleik, þá hafði maður alltaf trú á að liðið næði sér á strik og kláraði leikinn. Við vorum að frákasta vel og hittum í heildina nokkuð vel líka, fyrir utan vítin kannski. Leikmenn spiluðu sem ein liðsheild og var sérstaklega gaman að sjá varnarleik liðsins í 3ja leikhluta sem skóp að miklu leyti þennan sigur. Góður alhliða leikur hjá fyrirliðanum Benjamín og flottar skorpur hjá Hlyn Rikk og Gumma Lofts. Flottur leikur hjá Kormáksmönnum, sem halda áfram sigurgöngu sinni á heimavelli.

Leikurinn á YouTube:

Skoða tölfræði úr leik

Leiðtogar leiksins

Stig Tölfræðileg virkni
Benjamín Freyr Oddsson
  • 18
  • 50%
  • 75%
  • 1
Benjamín Freyr Oddsson
  • 21
  • 18
  • 6
  • 1