2.4.2016

Tap á Skaganum gegn ÍA b - 74-36

Það var fátt um fína drætti er Kormáksmenn mættu á Skagann um miðjan febrúarmánuð. Liðið virtist nokkuð vel stemmt fyrir leik, en því miður skilaði það sér ekki inn í leikinn. Niðurstaðan var því ljótt 74-36 tap.

Staðan eftir fyrsta leikhluta: 11-4
Staðan eftir annan leikhluta: 34-8
Staðan eftir þriðja leikhluta: 52-26
Staðan eftir fjórða leikhluta: 74-36

Þessi umsögn fylgdi vali á manni leiksins hjá okkar mönnum:

"Það var nú ekki létt verk að velja mann leiksins gegn ÍA b, enda fátt um fína drætti þar. Þeir sem gerðu tilkall til þess titils voru Sveinn Óli (8 stig), Bjössi (4-3-3) og Viktor (4 stig, 3 sóknarfráköst), en sá síðastnefndi kom sterkur inn í sínum fyrsta leik á tímabilinu.

Sá sem varð þó fyrir valinu sem maður leiksins, var Bjössi Hermanns, en hann fyllti statt-línuna nokkurnveginn. 4 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolnir. Það skilaði honum 9 framlagsstigum (3 fleirum en hjá Viktori), en aðrir voru með minna, jafnvel talsvert minna."

Þetta var bara eins og maðurinn sagði, "bad day at the office". Því miður áttu of margir "off" dag, en það gengur bara betur næst.

Leikurinn á YouTube:

Skoða tölfræði úr leik

Leiðtogar leiksins

Stig Tölfræðileg virkni
Sveinn Óli Friðriksson
  • 8
  • 25%
  • 0%
  • 1
Björn Þór Hermannsson
  • 9
  • 4
  • 3
  • 1