20. febrúar fór fram leikur Kormáks og Stál-Úlfs í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Jafnt var á með liðum allan leikinn og það fór svo að Kormákur vann leikinn með einu stigi, eftir tvö víti frá Hlyni Rikk.
Þetta var mikill seiglusigur og að mörgu leyti sigur liðsheildarinnar. Flestir voru að skila ágætis framlagi og nokkuð góð nýting í 2ja stiga skotum. Lokamínúturnar voru í meira lagi spennandi og liðin skiptust á um forystuna. Þegar lítið var eftir virtist öll von úti, þar sem Stál-Úlfsmenn voru yfir og með boltann. Þeir náðu ekki að gera sér mat úr því og brutu svo klaufalega af sér í síðustu sókn okkar. Hlynur var öryggið uppmálað og setti bæði vítin niður. Sigurinn var okkar.
Leikurinn á YouTube:
Skoða tölfræði úr leik
Leiðtogar leiksins
- 12
- 85,7%
- 0%
- 1
|
- 13
- 12
- 6
- 1
|