2.4.2016

Slæmt tap í Smáranum gegn Patreki - 83-59

Kormákur mætti Patreki í Smáranum 12. mars. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og lékum við á köflum nokkuð vel, einkum þó í fyrri hálfleik. Niðurstaðan varð frekar slæmt tap, 83-59.

Í fyrsta leikhluta voru liðin nokkuð jöfn og þrátt fyrir góðan leik okkar manna, þá leiddu Patreksmenn með fjórum stigum í lok leikhlutans, 20-16.

Við hittum ekkert sérstaklega vel úr 2ja stiga skotum í öðrum leikhluta, en það skipti litlu, þar sem sóknarfráköstin og þriggja stiga körfurnar björguðu okkur. Við unnum þann leikhluta 16-23, en hálfleikstölur 36-39 fyrir okkur.

Þriðji leikhluti fór mjög illa af stað og einkenndist hann svolítið af einstaklingsframtaki / hetjubolta, auk þess sem skotin vildu bara ekki ofan í. Allt gekk hinsvegar upp hjá heimamönnum, sem settu bæði 3ja stiga og And1-körfur. Við náðum heilum 9 stigum gegn 23 í leikhlutanum og skyndilega staðan orðin 59-48 fyrir Patrek.

Fjórði leikhluti var litlu skárri, en búið var að loka þriggja stiga reikningnum okkar (settum 1/8 í 3. leikhluta og 0/7 í þeim fjórða). Patrekur vann þennan síðasta leikhluta 24-11 og því seinni hálfleikinn 47-20. Lokatölur 83-59.

Þetta var algjörlega saga tveggja hálfleikja. Við getum verið nokkuð ánægðir með fyrri hálfleikinn, spiluðum góðan liðskörfubolta og létum þá hafa fyrir hlutunum. Í þeim seinni var holningin á liðinu einhvernveginn ekki nógu góð. Þeir fimm sem voru inn á hverju sinni virtust ekki ná nógu vel saman og við gerðum ekki nógu vel í því að laga það vandamál. Við hefðum mátt vera örlítið skynsamari í byrjun 3ja leikhluta, með naumt forskot, en leituðum ekki að besta skotinu og áður en við vissum af, vorum við farnir að elta. Þá reyndum við að treysta á 3ja stiga skotin, sem vildu ekki detta. Frekar frústrerandi á að horfa, því við áttum að gera (og getum gert) mun betur.

Leikurinn á YouTube:

Skoða tölfræði úr leik

Leiðtogar leiksins

Stig Tölfræðileg virkni
Ingibjörn Pálmar Gunnarsson
  • 17
  • 37,5%
  • 50%
  • 1
Einar Valur Gunnarsson
  • 18
  • 11
  • 10
  • 1