Næstu leikir

Blogg

2.4.2016 | 0 skilaboð

Slæmt tap í Smáranum gegn Patreki - 83-59

Kormákur mætti Patreki í Smáranum 12. mars. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og lékum við á köflum nokkuð vel, einkum þó í fyrri hálfleik. Niðurstaðan varð frekar slæmt tap, 83-59.

2.4.2016 | 0 skilaboð

Hlynur tryggði sigur á Stál-Úlfi á lokasekúndunum - 53-52

20. febrúar fór fram leikur Kormáks og Stál-Úlfs í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Jafnt var á með liðum allan leikinn og það fór svo að Kormákur vann leikinn með einu stigi, eftir tvö víti frá Hlyni Rikk.

2.4.2016 | 0 skilaboð

Tap á Skaganum gegn ÍA b - 74-36

Það var fátt um fína drætti er Kormáksmenn mættu á Skagann um miðjan febrúarmánuð. Liðið virtist nokkuð vel stemmt fyrir leik, en því miður skilaði það sér ekki inn í leikinn. Niðurstaðan var því ljótt 74-36 tap.

Æfingar

Æfingar eru haldnar þrisvar í viku í Íþróttamiðstöð Húnaþings.

  • Mánudaga kl. 20:00 - 21:30
  • Miðvikudaga kl. 20:00 - 21:30
  • Föstudagur kl. 18:00 - 19:00

#Kormakurkarfa