Kormákur mætti Patreki í Smáranum 12. mars. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og lékum við á köflum nokkuð vel, einkum þó í fyrri hálfleik. Niðurstaðan varð frekar slæmt tap, 83-59.
20. febrúar fór fram leikur Kormáks og Stál-Úlfs í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Jafnt var á með liðum allan leikinn og það fór svo að Kormákur vann leikinn með einu stigi, eftir tvö víti frá Hlyni Rikk.
Það var fátt um fína drætti er Kormáksmenn mættu á Skagann um miðjan febrúarmánuð. Liðið virtist nokkuð vel stemmt fyrir leik, en því miður skilaði það sér ekki inn í leikinn. Niðurstaðan var því ljótt 74-36 tap.
Kormákur skellti sér í heimsókn á Laugarvatn í blíðskaparveðri laugardaginn 30. janúar sl. Benjamín hitti þar fyrir gamla liðsfélaga frá því hann var þar við nám. Gestrisni heimamanna var þó í lágmarki og vorum við sendir heim með skottið á milli lappanna eftir 34 stiga tap, 86-52.
Kormákur og ÍBV mættust í Íþróttamiðstöð Húnaþings 24. janúar í miklum háspennuleik, sem endaði með sigri Kormáksmanna, 70-67.
Kormáksmenn skelltu sér í höfuðborgina 10. janúar og áttu þar leik gegn Gnúpverjum í Kennaraháskólanum. Gnúpverjar höfðu verið á góðri siglingu í deildinni, en okkar menn án sigurs á útivelli. Fyrirfram var því við ramman reip að draga. Kormáki hafði borist liðsstyrkur rétt fyrir helgina, en Þorgrímur "Toggi" Björnsson skipti þá yfir í Kormák.
Fyrir sléttum mánuði síðan mættust Kormákur og Stjarnan b í síðasta heimaleik Kormáks á árinu 2015. Liðið var ósigrað á heimavelli fyrir leikinn, en því miður einnig jafn sigrað á útivelli. Stjörnumenn mættu með fámennan, ungan og óreyndan hóp norður í land og ráku lestina í 4. deildinni.
Kormákur fékk Grundarfjörð í heimsókn sl. sunnudag. Jafnræði var með liðunum í leiknum og leiddu gestirnir naumlega nær allan leikinn. Það voru þó Kormáksmenn sem báru sigur úr býtum.
Síðastliðinn sunnudag héldu Kormáksmenn í víking og numu land við fjörð einn sem kenndur er við ís. Þar hittu Húnvetningar fyrir Káeffíinga og skyldi þar rekja knött í gríð og erg, þar til annað liðið bæri sigur úr býtum.
Við þurftum lítið að hafa fyrir sigrinum gegn Keflavík b, því liðið úr bítlabænum mætti ekki til leiks. Ef lið mætir ekki til leiks, þá er liðinu sem mætti dæmdur sigur, 20-0.
Kormáksliðið fór í heimsókn upp í Kórahverfið í Kópavogi sl. sunnudag, þar sem það mætti liði Stál-Úlfs. Stál-Úlfarnir eru orðnir talsvert sjóaðir eftir nokkuð langa veru í 2. deildinni og því ljóst frá fyrstu mínútu að þarna væri alvöru lið á ferð.
Kormákur og Patrekur áttust við í 3. deild karla í körfubolta á Hvammstanga sl. sunnudag. Var þetta fyrsti leikur liðanna á tímabilinu og bar leikurinn þess merki. Lítið stigaskor var framan af og bæði lið að reyna stilla leikmenn sína saman.
Kormáksmenn áttu góða spretti í sínum fyrsta heimaleik, er þeir fengu ÍB úr Breiðholti í heimsókn. Liðið vann tvo fjórðunga og var oft á tíðum að gera góða hluti á dúknum. Fín mæting var í stúkuna og fá áhorfendur sérstakt hrós frá liðinu fyrir að gera umgjörð þessa fyrsta heimaleiks svo góða.
Fyrsti heimaleikurinn. Það er barasta komið að því. Á morgun mætum við litla liðinu úr neðra Breiðholti. ÍB kemur í heimsókn á Tangann.
Það má í raun segja að þetta hafi verið upplegg Kormáksmanna, þegar þeir mættu í Mosfellsbæinn og sóttu Aftureldingu heim. Ekki hafðist nú sigurinn, þrátt fyrir fínan varnarleik oft á tíðum, en kannski full tilviljanakenndan sóknarleik.
Á laugardaginn kemur mæta Kormáksmenn í Mosfellsbæinn. Tilefnið er annar leikur tímabilsins, en þá verða liðnar þrjár vikur frá þeim fyrsta, hæfilega langt til þess að gleyma.
KV hafði betur í stórleik helgarinnar, sem fram fór í leikfimissal Kennaraháskólans um tvöleytið á laugardag. Kormáksmenn fóru þó ekki niðurbrotnir heim og taka með sér dýrmætt innlegg í hinn svokallaða reynslubanka.
Þá er loksins komið að því! Fyrsti leikur meistaraflokks Kormáks í deild í körfubolta síðan, ja fyrir síðustu aldamót. Kormáksmenn mæta í bæinn og sækja heim Vesturbæingana í KV, í Kennaraháskólanum.